26.1.2007 | 20:51
Margréti til forystu
Senn líður að landsþingi Frjálslynda flokksins og sannarlega hefur mikið vatn runnið til sjávar frá síðasta þingi. Það eru kaflaskil í sögu flokksins því að í fyrsta sinn gefst nú kostur á að kjósa konu til forystu. Margrét Sverrisdóttir býður sig fram í varaformannsembættið og er hún frábær fulltrúi kvenna í forystusveit flokksins. Margrét hefur starfað í Frjálslynda flokknum frá stofnun hans og alla tíð unnið afar gott og óeigingjarnt starf fyrir flokkinn. Sést það einna best á því að þegar henni var sagt upp sem framkvæmdastjóra þingflokksins þurfti að ráða tvo starfsmenn í hennar stað. Margrét hefur allt það sem prýðir góðan stjórnmálamann. Hún kemur vel fyrir, vinsamleg, heiðarleg og sanngjörn, en jafnan föst fyrir þegar á reynir. Með sanni má segja að hún myndi styrkja til muna andlit flokksins út á við og bæta upp það sem mörgum hefur þótt skorta á flokksforystuna. Styrkleikar hennar vega fyllilega upp veikleika núverandi forystu og með Margréti sem varaformann gæti flokkurinn siglt á fullri ferð inn í kosningabaráttuna í vor. Við höfum nú tækifæri til þess að lífga upp á ásýnd flokksins. Framsóknarflokkurinn fékk álíka tækifæri á sínum tíma en kaus að nýta sér það ekki. Það sér hver maður hvernig komið er fyrir þeim flokki. Ég vona að við látum ekki það sama henda okkur og að allir flokksmenn - ekki síst konur - fjölmenni á landsþingið um helgina. Margrét þarf á stuðningi okkar allra að halda því að án hennar stæði flokkurinn veikari eftir. Því eins og máltækið segir þá veit enginn hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Höfundur Kristín Arnberg Þórðardóttir - er í Frjálslynda flokknum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:52 | Facebook
Athugasemdir
Gott að hrista upp í tvíeykinu
Rúnar Haukur Ingimarsson, 26.1.2007 kl. 20:57
Það væri meiriháttar slys fyrir Frjálslindafl.ef Margrét verður ekki kosin varaformaður flokksins.Guðjón missti allt niður um sig þegar hann fór að lýsa yfir stuðningi við varaformanninn.Svona gera ekki alvöru formenn,þeir eiga náttúrlega að vera hlutlausir til að skapa frið.Hann skapaði ósættið í flokknum líka með ótímabærri uppsögn á Margréti.Nú er tækifærið að ljúka þessum ferli og kjósa Margréti.
Kristján Pétursson, 26.1.2007 kl. 21:25
Það væri meiriháttar slys fyrir Frjálslindafl.ef Margrét verður ekki kosin varaformaður flokksins.Guðjón missti allt niður um sig þegar hann fór að lýsa yfir stuðningi við varaformanninn.Svona gera ekki alvöru formenn,þeir eiga náttúrlega að vera hlutlausir til að skapa frið.Hann skapaði ósættið í flokknum líka með ótímabærri uppsögn á Margréti.Nú er tækifærið að ljúka þessum ferli og kjósa Margréti.
Kristján Pétursson, 26.1.2007 kl. 21:26
Heilar, og sælar Margrét og Kristín Arnberg !
Það þarf líka sterk bein, og einurð, til þess að geta kallast Íslendingur, svo mark sé takandi á ! Frekar lágskýjað, þegar stefna, í hverju máli (hvers máls) er nánast samhljóma lágkúrulegu ýlfri hinna flokkanna (undanskil framboð gamalmenna og öryrkja) Vísa nánar til pistils míns, sem ég sendi Margréti; þann 12. Janúar s.l., undir lið Margrétar;; '' Nornaveiðar '', Kristínu til upplýsingar um meiningar mínar, í hinum margtuggðu innflytjendamálum öllum, og.......... öllu lakara, þegar fer að koma niður á kjörum almennings, fari Samtök atvinnulífsins að iðka launaskrið; gættu að Kristín, NIÐUR Á VIÐ;;; hvað þá, unga kona ?
Það er ekki allt, sem sýnist; eins og Galdra Imba kvað forðum !
Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.1.2007 kl. 21:28
Ég átta mig ekki alveg á merkingu þessarar setningar:
" gættu að Kristín, NIÐUR Á VIÐ;;; hvað þá, unga kona ?"
Kristín María , 26.1.2007 kl. 22:56
Sæl, Kristín María !
Ég á við, í launalegum skilningi ! Bið forláts, þó bregði fyrir fyrri alda orðfæri. Var, um hríð virkur félagi í Hinu íslenzka Bókmenntafélagi, dró mig í hlé þar, sökum annríkis, hugsa samt gott til endurkomu þar, nái ég ellidögum nokkrum, ef mætti.
Með beztu kveðjum /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.1.2007 kl. 23:55
Ég sagði það í annarri athugasemd í gær, að nauðsynlegt sé að halda friðinn og lögin. Quid-quid agis prudenter agas et respice finem. Sameinaður á flokkurinn mikla möguleika í vor, sundraður enga.
Gangi yllur velþ
Kveðja,
Sveinn.
sveinn (IP-tala skráð) 27.1.2007 kl. 13:43
Ég á varla til orð yfir hvað ég er spæld og svekkt yfir úrslitum landsfundarins. Ég vildi að þessir karlar kynnu að skammast sín!
-Ekki láta bugast, haltu áfram, þú veist hvað þú getur!
Bestu kveðjur, Sóley
Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 27.1.2007 kl. 18:15
Glæsileg kosning, vantaði bara herslumuninn! Vona að þú haldir áfram þínu góða starfi, hvar svo sem þér finnst best að gera það.
Inga (IP-tala skráð) 27.1.2007 kl. 18:58
Örlög flokksins eru í þínum höndum!
Kveðja, Sveinn.
sveinn (IP-tala skráð) 27.1.2007 kl. 19:58
Er að horfa á þig í Silfur Egils núna. Ég, eins og flestir, er kominn með nóg af þér. Hvað er að þér? Helduru að þú sért næsti messías? Þú talar eins og allt nýja fylgið sér þér að þakka, að allt það góða sér runnið frá þér, og hinir séu skíthælar. Þú ert tapsár og hrokafull. Þekktiru ekki mörg andlit þarna? Kannski af því fylgi flokksins hefur aukist svo rosalega, og ekki er það þér að þakka.Sama þó allir í kringum þig reyni að vera almennilegir við þig þá gefuru skít í þá.
Gulli (IP-tala skráð) 28.1.2007 kl. 13:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.