Landsþing á morgun

Landsþing Frjálslynda flokksins hefst formlega á morgun, föstudag kl. 16:00

Ég hlakka til að sitja landsþingið. Það eru alltaf skemmtilegar samkomur, þar sem fólk tekst á af krafti um hin margvíslegu málefni sem Frjálslyndi flokkurinn lætur til sín taka.

Þetta landsþing verður áreiðanlega ekki átakalaust. Ég sækist eftir embætti varaformanns, en þar situr Magnús Þór og ætlar sér að sitja áfram.

Ég er afskaplega þakklát öllum þeim, sem hafa haft samband við mig síðustu daga og lýst yfir stuðningi. Vonandi mætir það fólk allt á landsþingið.Ég hlakka til að sjá  ykkur öll!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Eiginlega líst mér ekkert á þetta. Þar á ég ekki við hagsmuni þína eða hagsmuni Magnúsar, heldur hvað Frjálslynda flokkinn varðar. Þó að ég styðji hann ekki, þá vil ég gjarnan, úr því að hann hefur náð traustri fótfestu í tvö kjörtímabil, að hann haldi áfram að vera öflug rödd í samfélaginu. Ég vil mínum gamla vini Adda allt hið besta, ég vil þér allt hið besta, og Magnúsi líka. En fyrir mann sem utan við stendur, mann eins og mig, þá virðist staða flokksins ekki björguleg - ástandið ekki traustvekjandi! Ég þekki ekki ræturnar, veit ekki ástæðurnar - en orðið vitleysisgangur er mér efst í huga. - Gangi ykkur öllum vel að ná sáttum og vinna saman!

Hlynur Þór Magnússon, 25.1.2007 kl. 23:46

2 Smámynd: Áslaug Sigurjónsdóttir

Margrét gangi þér vel kynsystir. 

Áslaug Sigurjónsdóttir, 26.1.2007 kl. 00:09

3 Smámynd: Hrafn Jökulsson

Hvurnig er það eiginlega hjá ykkur í Frjálslynda flokknum? Geta menn komið utan af götunni, skráð sig á þingið, og kosið sisona?

Með ósk um gott gengi og -- umfram allt -- góða skemmtun!

Hrafn Jökulsson, 26.1.2007 kl. 00:55

4 Smámynd: Magnús Jónsson

Ég gekk í flokkinn fyrir síðustu alþingiskosningar... en leist ekki betur á en svo að hugsuðu máli að ganga úr honum aftur, vegna óskilgreindrar stefnu og vandræðahætti.

Nú er fer Magnús Þór hamförum á hverjum einasta snepil sem fyrir augum ber, svo ekki sé minns á vandamálastöðina útvarp Sögu. Maður spyr, út á hvað gengur allt þetta moldviðri???? 

EmmJay - Fellahelliströll

Magnús Jónsson, 26.1.2007 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband