23.1.2007 | 22:38
Framboð til varaformanns
Ég hef ákveðið að hvika hvergi frá fyrri ákvörðun minni um að bjóða mig fram til embættis varaformanns Frjálslynda flokksins.Vissulega velti ég fyrir mér framboði til formanns. Eftir að Guðjón Arnar lýsti yfir eindregnum stuðningi við Magnús Þór fannst mér sem ég þyrfti að etja kappi við kosningabandalag formanns og varaformanns. Og auðvitað kom upp í mér baráttuhugur, eins og alltaf þegar á móti blæs. Undanfarna daga hef ég rætt við fjölmarga félaga í Frjálslynda flokknum og fengið staðfest, að við Guðjón njótum gjarnan stuðnings sama fólks. Það fólk vill Guðjón áfram, en lýsir yfir stuðningi við mig í embætti varaformanns. Guðjón lýsti því svo sjálfur yfir á flokksfundi á dögunum, að hann gæti átt við mig gott samstarf, yrði ég kjörin varaformaður. Ég get tekið undir það, við Guðjón höfum starfað lengi saman og ég er sannfærð um að við verðum samhent í forystu.
Sumir hafa gagnrýnt framboð mitt á þeirri forsendu að stutt sé til þingkosninga. Ég vísa þeirri gagnrýni á bug. Við höfum áður skipt út fólki í forystu á landsfundum, sem haldnir voru enn nær kosningum, eða í mars.
Við verðum að auka breiddina í forystu flokksins. Konur eru í miklum meirihluta þeirra kjósenda sem segjast óákveðnir í skoðanakönnunum. Þær hafa ekki hópast að Frjálslynda flokknum hingað til, en ég er sannfærð um að verði kona varaformaður flokksins mun það vekja athygli kvenna á málstað okkar og þannig fáum við þær til liðs við okkur. Að sjálfsögðu býð ég mig ekki fram á þeirri forsendu að ég er kona, en ég ítreka nauðsyn þess að kona sé í forystusveit flokksins. Ég hef komið að stefnumótun Frjálslynda flokksins allt frá því áður en hann var formlega stofnaður og hef sinnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Í ljósi þess þarf enginn að efast um að ég er hæf til að sinna embætti varaformanns. Ég hvet flokksystkin mín í Frjálslynda flokknum til að fjölmenna á landsfundinn um komandi helgi og taka þar þátt í að velja sterka forystusveit.Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:42 | Facebook
Athugasemdir
Sæl Margrét,
Til hamingju með frábæra framkomu í kastljósþættinum í kvöld, ég er ekki í nokkrum vafa um að það yrði Frjálslyndaflokknum til mikils framdráttar að fá þig í varaformanninn. Ég verð að segja að ég hef haft mínar efasemdir um þig upp á síðkastið og þá sér í lagi í rummu þinni við Jón Magnússon en þar er mikill snillingur á ferð eins og þú. Það væri óskandi að þið Jón gætuð sæst og gengið sameinuð til alþingiskosninga í vor. Eftir þennan þátt í kvöld þekki ég þig aftur sem hinn sterka karakter sem þú ert. Af sama skapi ætti Magnús þór að vera að gera eitthvað allt annað enn að koma fram á almannafæri með yfirlýsingar.
Þú "tekur svíann á þetta" eins og Alfred landsliðsþjálfari sagði við strákana þegar þeir rótburstuðu Frakkana, og það munt þú líka gera í þeim slag sem þú ert að fara í. Ég óska þér góðs gengis og með þig sem stýrimann í brúnni verður flokkurinn kominn í 20% fyrr en varir.
Baráttu kveðja,
Eyjólfur
Eyjólfur (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 23:04
Rétt ákvörðun að halda þínu striki,láta ekki þingflokksveldið breyta þinni afstöðu.
Kveðja
Kristján Pétursson, 23.1.2007 kl. 23:05
Frábær framistaða í Kastljósinu!
Svanur Sigurbjörnsson, 24.1.2007 kl. 00:19
Sæl Margrét! Þú varst frábær í Kastljósinu í kvöld og burstaðir Magnús Þór, en hann var með eindæmum ómálefnalegur, karlægur og með mikinn rembing! Ég trúi ekki öðru en að flokksystkini þín styðji þig á laugardaginn. Gangi þér allt í haginn.
Baráttukveðjur, Kristín Tómasdóttir
Kristín T (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 00:27
Gangi þér vel og burstaðu Magnús eins og þú gerðir í gær. Hefði samt viljað sjá þig í formannsslagnum og formannssætinu!
Silja Bára (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 09:20
Blessuð, varst mjög góð í Kastljósinu í gær. Sýndir að þú hefur allt sem góður stjórnmálamaður þarf að hafa. Gangi þér vel.
Kristín María , 24.1.2007 kl. 10:11
Ágæt framganga í Kastljósi,trúi að þú verðir næsti varaformaður flokksins, nauðsynlegt er að fólk viti að stefnan á framboð í Reykjavík sé óbreytt. Þjóðin þarf þingmann í þínum gæðaflokki Baráttukveðja Jónas.
Jónas Ástráðsson. (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 10:13
Vona að þú fyrirgefir mér gagnrýnina Margrét en ég get verið ósammála flestum sem skrifa athugasemdir við þetta blogg hjá þér.
Er þó sammála því að Magnús stóð sig herfilega í Kastljósþættinum en mér fannst þú standa þig hörmulega líka. Misstuð ykkur bæði í einskonar smábarna-sandkassastríð. Voruð bæði alltof auð særð og voruð bæði ómálefnaleg. Sem stjórnmálamenn verðið þið að geta tekið gagnrýni af styllingu þar sem það væri verulega óeðlilegt ef allir væru ykkur sammála. Hefði viljað líka að þú gæfir strax yfirlýsingu um það að þú myndir halda áfram að starfa í flokknum þó að þú tapaðir um helgina. Það að gefa því undir fótinn að þú myndir bara fara í fýlu og fara með þitt fylgi eitthvað annað sýnir bara að sért ekki trygg þínum flokki og hlýtur að verða til þess fallið að grafa undan þér sem stjórnmálamanni.
Ágúst Dalkvist, 24.1.2007 kl. 13:05
Mikið varstu góð í Kastljósinu og mikið vona ég að Frjálslyndi flokkurinn átti sig á mikilvægi þess að hafa þig í brúnni. Þú ert töffari að standa uppi í hárinu á þessum körlum, haltu áfram á þessari braut!
Bestu,
Sóley
Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 13:24
Blessuð Magga
Flott sem endranær. Sorglegt að hlusta á þessa eineltisherferð gegn þér sem fram fer á útvarpi Sögu. Er viðkomandi aðilum til ævarandi skammar. Öllu sómkæru fólki ofbýður þessi ærumeiðingarsúpa nokkura einstaklinga gegn þér daga eftir dag og viku efitr viku. Trúi því ekki að slíkt verði viðkomadi aðilum til framdráttar.
Baráttukveðjur Árni Guðmunds
www.arnigudmunds.net
Árni Guðmundsson (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 14:00
Það eykur óhjákvæmilega möguleika þína Margrét að ég hef ákveðið að gefa ekki kost á mér að sinni.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.1.2007 kl. 14:01
Ég fell ekki frá þeirri skoðun minni að mesti töffarinn og frambærilegasti einstaklingurinn á að fara í formanninn - engan varaformann!
Ég vil sjá Margréti taka forystuna algerlega í formanninn og ekki hálfa leið
Andrea J. Ólafsdóttir, 24.1.2007 kl. 15:06
Hér virðist vera að mestu leyti fyrirfram skipulagð hverjir og hvernig eigu að svara. Tel mig vera hlutlaus, bara venjulegur útlendingur sem fylgir vel með þetta slag.
Hmm. Hvað skal ég gera? Kjósa Magnusi frekkar en Maregrétu. Svo fer ekki framhjá mér þetta konu dæmi. Alt í lagi með jafnrétti og alt það. Nema hvað vantar konum í þyngri vinnu, lagerstörfum, á sjónum, sem sagt þar sem við sjám ekki þetta blessaðan kyn svo oft. Hins vegar eru þær sitjandi annað hvort í skrífstófuvinnu, bönkum, eða heima sem einstæðar. En að vera einstæð heima eða einstæð í hluta starfi synnir bara það að hér í þjóðfélginu er engin jafrétti. Er það nokkuð rétt Margrét? :)
Samt skal ég ekki kjósa þíg vegna ágengni þín og vegna þess hvað oft segirðu orð kona. Mann ekki veit ég hvenær sagðir þú siðast íbúar landsins í heild. Alla vega hefur forgang orð stuðnigsaðilar. Mér skilst að pabbi þín er þar á milli.
Svo vil ég spyrja að loknum Margrét. Hefur þú verið á alvöru atvínnumarkaðnum nokkuð tíma? Ef svo, við hvað þá?
Kveðja:
Andrés - útlendingur ykkar
Andrés (IP-tala skráð) 25.1.2007 kl. 20:37
Rétt ákvörðun að halda þínu striki,láta ekki þingflokksveldið breyta þinni afstöðu. Magnús Þór hefur ekkert gert bara gapað og gapað..................
Kveðja
jónas eggertsson (IP-tala skráð) 26.1.2007 kl. 17:20
Andés útlendingur Margrét er kennari og stafaði við það. Og það er fullt af mönnum sem ekki hafa unnið erfiðisvinnu sem eru góðir menn og skilja aðstöðu fólks. Magnús Þór hefur jú eitthvað farið á sjó en var lengst af í skóla og fréttamaður útvarps í Noregi. Hann er jú fiskifræðingur
Magnús Helgi Björgvinsson, 28.1.2007 kl. 09:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.