18.1.2007 | 23:31
Fra kongsins København
Eftirfarandi texti er skrifadur fra Kaupmannahofn og tvi get eg ekki notad islenska stafi, afsakid tad.
Eg thurfti ad bregda mer til Kaupmannahafnar um helgina. Thad er gott ad fa fjarlgd a atburdi og hugsa sinn gang. Eg vil thakka fyrir tolvupost sem mer hefur borist vida ad. Margir kvarta yfir tvi ad thad se ekki nogu einfalt ad setja athugasemdir vid skrifi a blogginu og ad their / thær hafi ekki komid athugasemdum ad.
Til ihugunar fyrir studningsfólk og adra eru eftirfarandi ummæli sem hofd eru eftir nuverandi varaformanni Frjalslynda flokksins, Magnusi Thor:
1) "Thingfklokkurinn kærir sig ekki um Margreti sem varaformann" segir Magnus i Morgunbladinu i dag.
Their eru 3 i thingflokknum. Hvad med allt folkid i Frjalslynda flokknum? Skyldi thad vera sama sinnis?
2) "Henni hefur verid hampad mjog og thad hefur verid reynt eftir megni ad veita henni brautargengi i politik. En hun hefur tvi midur ekki nad arangri." segir Magnus i Bladinu i dag.
Eg hef semsagt ekki nad neinum arangri i politik, thratt fyrir ad their hafi lagt sig alla fram um ad hampa mer.
Læt her fylgja thanka systur minnar, Ragnhildar um thetta, enda eins og talad ut ur minu hjarta:
Klúður á klúður ofan
Það er furðulegur fjári að hlusta á formann og varaformann Frjálslynda flokksins telja upp allar vegtyllurnar, sem þeir hafa náðarsamlegast rétt að Margréti systur minni í gegnum tíðina. Og láta eins og að hún hafi, þrátt fyrir öll þessi tækifæri, klúðrað einhverju fyrir flokkinn!
Var það klúður hjá henni þegar hún komst ekki inn á þing í síðustu kosningum, þrátt fyrir að vera með miklu fleiri atkvæði á bakvið sig en háttvirtur þingmaður, Magnús Þór? Ég hefði nú haldið að þar væri misvægi atkvæða um að kenna.
Var frábær árangur Frjálslynda flokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum kannski klúður líka? Þar var Margrét í 2. sæti listans og ég er viss um að oddvitinn, Ólafur F. Magnússon, lítur ekki svo á að hann hafi náð árangrinum "þrátt fyrir" setu hennar þar.
Er sá mikli stuðningur, sem Margrét hefur mjög víða, kannski dæmi um hvernig henni hefur tekist að klúðra málum?
Af hverju segja þessir menn ekki eins og er: Að þeir töldu sig knúna til að koma henni frá af því að þeir líta á sig sem flokkseigendur og vilja halda völdum, hvað sem það kostar. Þeir ruku til og ráku hana, nei afsakið, sögðu henni víst upp, af því að hún var ósátt við sameiningu við Nýtt afl. Sameiningu, sem meirihluti miðstjórnar flokksins var líka andvíg.
Meira klúðrið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.1.2007 kl. 22:46 | Facebook
Athugasemdir
góða ferð í köben
Ólafur fannberg, 18.1.2007 kl. 23:32
http://ragnhildur.blog.is/blog/ragnhildur/entry/103877/#comments
Setti þetta við grein Ragnhildar "Klúður á klúður ofan" kl. 17:28 í gær (17/1). Á ekki verr við þessa grein (vitnum reyndar báðar í sömu ummæli Magnúsar). Kveðjur, "frænka"
Sigríður Jósefsdóttir, 19.1.2007 kl. 13:36
Jæja Margrét ég ætla að vona að þú hafir haft það gott úti og notið þess að vera í köben, alltaf jafnæðislegt að vera þar :)
En nú að alvöru málsins, mig langar að vita hvað þú ætlar að gera, Formann eða varaformann?
ég mun styðja þig í varaformanninn og ég hef náð að safna slatta af liði sem vilja standa við bak þitt í varaformanninum,
en eins og ég sagði áður þá vil ég fá þig í varaformann, held að þú ættir að halda þig bara við það sem þú upphaflega gafst út, ekki breyta svona um bara til þess að fá einhverja hefnd í gegn sem ég skynja hjá þér.
þetta er allt leiðindamál og ég treysti því að þetta mun leysast farsællega, hann Guðjón getur alveg unnið með þér, þú veist það alveg sjálf, ég treysti á að þú haldir þig við varaformanninn, þar áttu líka fjölda atkvæða sem ég hef tryggst þér.
en endilega komdu með yfirlýsingu sem fyrst, ég get nefnilega smalað enn fleirum ;)
kveðja
Benidikt
Benidikt (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 15:55
Geturðu sagt mér hverjar eru reglurnar varðandi skráningu í flokkinn? Fyrir hvaða tíma þarf fólk að vera búið að skrá sig í flokkinn til að geta kosið þig í varaformanninn eða formanninn?
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 22.1.2007 kl. 21:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.