Framboð á "eigin verðleikum"


Það voru mikil vonbrigði að frétta af afdráttarlausum stuðningi Guðjóns Arnars við Magnús Þór í embætti varaformanns Frjálslynda flokksins.
Ég taldi mig vera að rétta fram sáttahönd með framboði mínu til varaformanns. Við Guðjón höfum alltaf getað starfað vel saman og mér hefði þótt eðlilegast að hann lýsti yfir hlutleysi sínu og léti flokksfólk um að kjósa á milli okkarMagnúsar, á okkar  eigin forsendum í lýðræðislegri kosningu. 

Formaðurinn sagði sjálfur við mig þegar ég hann afhenti mér uppsagnarbréfið þann 30. nóvember sl. að mér væri frjálst að gefa kost á mér í embætti flokksins á eigin verðleikum.  Það er alltaf verið að tala um að konur eigi að komast áfram í pólitík á eigin verðleikum.  Veruleikinn blasir hér grímulaus við, ég fer fram gegn kosningabandalagi, enda hef ég ástæðu til að ætla að Magnús Þór hefði óttast að mæta mér á sínum eigin verðleikum, án fulltingis formanns.

Ég frétti að sá kvittur væri í gangi niðri í þingi að stuðningsyfirlýsing Guðjóns við Magnús hefði orðið til þess að ég ætlaði nú að söðla um og bjóða mig fram til formanns. Þá ákvörðun hef ég ekki tekið ennþá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

Ég vildi helst að þú kæmir í Hafnarfjörðin, en jú beint í formanninn, þú átt fullt erindi þangað og engin ástæða til að bíða með það. Guðjón hvað, ég lýsi yfir afdráttarlausum stuðningi við þig á mínum eigin verðleikum.

Jóhanna Fríða Dalkvist, 17.1.2007 kl. 15:13

2 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Ég er nú á þeirri skoðun Margrét að verðleikar þínir séu meiri en þeirra beggja til samans. Segi þetta þó ég sé ekki stuðningsmaður Frjálslynda flokksins og þá staðreynd að með þig í brúnni gæti þínum flokki tekist að ná til sín fleiri kjósendum á kostnað þess flokks er ég styð

Guðmundur H. Bragason, 17.1.2007 kl. 15:14

3 identicon

Í formanninn og Ólaf Magnússon í varaformanninn

Sigurður (IP-tala skráð) 17.1.2007 kl. 15:39

4 identicon

Margrét, þetta trúða-roadshow flokksbræðra þinna, sumra, er orðið svo átakanlegt, að mér finnst að þú eigir að íhuga vandlega að bjóða þig fram til formanns. Er flokknum viðbjargandi með þá við stjórnvölinn?

hke (IP-tala skráð) 17.1.2007 kl. 16:47

5 identicon

Áfram Magret, farðu bara í formanninn og fáðu Ólaf í varaformanninn þið verðið sterk saman.

Sigurður H. Einarson (IP-tala skráð) 17.1.2007 kl. 17:13

6 Smámynd: Kristján Pétursson

Framkoma Guðjóns Arnars um að lýsa yfir stuðningi við Magnús Þór til varaformanns sýnir einstakann aulaskap.Vitanlega á formaðurinn að vera hlutlaus.Það virðist allt benda til að Jón Magnússon sé orðinn ráðandi afl innan Frjálslindafl.og stjórni formanninum.Hvað varð um sáttarhönd Guðjóns gagnvart Margréti,fór hún strax í fatla.Ég er líka hissa á að Magnús Þór skuli þykkja aðstoð Guðjóns sér til handa við þessar aðstæður, getur hann ekki staðið á eigin fótum.Það vita allir að Margrét ber höfuð og herðar yfir þetta framvarðarlið flokksins,er auk þess eina konan sem á öruggt þingsæti.Sjálfsagt væri rétt að Margrét stæði við ákvörðun sína um framboð til varaform.þó freistandi sé fyrir hana að hjóla í form.á fullum krafti,eftir þessa yfirlýsingu hans.

Kristján Pétursson, 17.1.2007 kl. 17:46

7 identicon

Ég ákvað fyrir löngu að kjósa Vinstri Græna í fyrsta skipti í alþingiskosningum í vor og mun ekki hvika frá því. Helst vildi ég því að þú gengir til liðs við þá því þá myndi ég ekki einungis kjósa VG heldur bjóða mig fram til sjálfboðavinnu á kosningaskrifstofu flokksins og gera allt sem í mínu valdi stæði til að auka fylgi VG. En ef þú ætlar að halda þig við Frjálslynda flokkinn, þá áttu að sjálfsögðu að sitja í formannssætinu og hvergi annarsstaðar!   

Ingibjörg (IP-tala skráð) 17.1.2007 kl. 19:00

8 identicon

Farðu alla leið og ekki hika eina mínútu. það er svo margt sem þarf að laga og það er margt sem þú getur gert ef þú bara ferð alla leið

Örn Svarfdal (IP-tala skráð) 17.1.2007 kl. 19:26

9 identicon

Nú hjólarðu í þá í fyrir alvöru Magga! -Þetta gengur ekki! Kvennabaráttukveðjur, Sóley

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 17.1.2007 kl. 20:45

10 identicon

Jæja Margrét núna get ég ekki orða bundist. mér hefur aldrei líkað illa við þig heldur þvert á móti,
en hefur þú einhvern tíman heyrt um að formaður stjórnmálaflokks hafi lýst yfir stuðningi við þann sem býðir sig fram á móti varaformanni? geturu nefnt mér einhver svoleiðs dæmi?
þú veist alveg nákvæmlega hvar stuðningur Guðjóns hefur alltaf verið, vertu ekki svona andskoti vitlaus kona! þú vissir það alltaf sjálf. OG afhverju í andskotanum átt þú endilega að sitja í formannssætinu eða varaformannsætinu? en ekki Guðjón, Magnús eða einhver annars? hvað er það svona mikið sem þú hefur gert gott eða betur en þeir? afhverju ættir þú skilið að vera í öðru hvoru sætinu? GETURU ÚTSKÝRT ÞAÐ? er það kannski bara af því að þú ert kona? ég bara spyr? er kannski karl faðir þinn hræddur við að missa tökinn á flokknum fyrst að þessir asnar í nýju afli komu þarna inn? því miður held ég að þessi flokkur verði ekki að neinu eftir þennan landsfund, og það er ekki bara þér að kenna heldur öllum þeim sem eru búnir að vera rífast um þetta í fjölmiðlum.

hér skrifar nokkur Kristján pétursson og lýsir yfir að þetta sé aulaskapur í Guðjóni? Vitanlega á formaðurinn að vera hlutlaus? það er ekkert vitanlega, ertu vanviti eða hvað? formenn mega vitanlega taka sína afstöðu í þessu máli og hann Guðjón hefur gert það.

einhvern veginn tel ég mig vita það að ef þú ferð í annan hvorn slaginn og ef þú tapar þá ert þú farin úr flokknum alveg eins og Gunnar Ö gerði, hann fór í fílu. ætli þú endir ekki þannig líka, og alveg sérstaklega ef þú ferð á móti formanni....skal veðja við þig upp á milljón að þú skíttapar þar og þú veist það sjálf.

Benidikt (IP-tala skráð) 17.1.2007 kl. 21:24

11 Smámynd: Bragi Einarsson

Farðu í formanninn, kona! 

Bragi Einarsson, 17.1.2007 kl. 21:25

12 identicon

Margrét, líkar ekki við að þú setjir þig upp sem konu sem berjist á móti körlum. Þú ert manneskja að berjast við aðrar manneskjur. Hitt er að þú þarft að taka við þessu formannsembætti, engin spurning.

Brynjar Guðnason (IP-tala skráð) 17.1.2007 kl. 22:11

13 identicon

Auðvita á formaður að vera hlutlaus og það veldur mér verulegum vonbrigðum sem flokksmaður að Guðjón skuli taka þessa afstöðu.Ég man ekki hvernig það var hvort Guðjón tók svona skýra afstöðu í sýðasta varaformanskjöri.Og annað þetta er ekki eins og um borð í skipi eins og Magnús sagði hér eru það flokksmenn sem ráða áhöfn en ekki skipstjóri.En nú er bara að safna liði og hefna Björns bónda.Baráttukveðja Kristín

kristin þorðardottir (IP-tala skráð) 17.1.2007 kl. 22:12

14 identicon

Gleðilegt ár það gleimist að þú varst beðin að bjóða þig framm í formann eða vara formann í fyrra á landsþinginu þá og fékstu í hendunar stuðnings skrá en þá fórstu ekki en núna skaltu fara .Við sem kvöttum þig fyrir ári erum búin að bíða í ár svo við erum ekki hissa að þú ætlir í slaginn .kveðja

margrét óskarsdóttir (IP-tala skráð) 17.1.2007 kl. 23:48

15 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Er ekki í frjálslyndaflokknum eins og ég hef áður sagt svo ég get ekki skorað á þig að bjóða þig í einhvert sérstakt embætti en formaður þinn var ekki viss um að hann gæti starfað með þér sem varaformanni eftir landsþing ykkar þegar hann var spurður að því í Kastljósi í kvöld. Ef ég væri í þínum sporum myndi ég aldrei eftir þau ummæli bjóða mig sem varaformann, það væri bara annaðhvort að hætta við framboð eða sækjast eftir formannsstólnum og þá fá einhvern með í varaformanninn þar sem að mér þykir ljóst að Magnús væri heldur ekki spenntur að vera varformaður meðan þú værir formaður.

Mér virðist þetta vera mjög ljót staða sem flokkur þinn er kominn í og hann mun bíða afhroð ef hann gengur ekki út sem einn maður af landsþinginu hvernig sem allar kosningar þar fara.

Hvort Guðjón eigi að vera hlutlaus eða ekki finnst mér vera alveg hans val. Sé ekkert að því ef hann vill þig ekki í varaformanninn og vill hafa Magnús þar að hann komi bara hreint fram og segi það en hann setur sig sjálfan í vonda stöðu finnst mér ef þú heldur þig við að sækjast eftir varaformannsembættinu og fengir það.

Finnst voða leiðinlegt að sjá dónaskap í athugasemdum við blogg eins og mér finnst Benedikt hafa gert sig sekan um hér að ofan þar sem hann talar um vanvita og fleira í þeim dúr , vonandi að þú eða aðrir þurfi ekki að þola mikið af því .

Ágúst Dalkvist, 18.1.2007 kl. 00:57

16 Smámynd: Hlynur Jón Michelsen

Það er ekkert í lagi þarna hjá ykkur og hefur aldrei verið. Vona að þér takist að koma karlinum í brúnni út svo hægt sé að sökkva dallinum endanlega. 

Hlynur Jón Michelsen, 18.1.2007 kl. 02:01

17 identicon

Hver er þessi Benidigt vona að hann sé ekki í flokknum

kristin þorðardottir (IP-tala skráð) 18.1.2007 kl. 07:44

18 identicon

jújú ég er sko í flokknum og þekki marga innan þeirra raða, þar á meðal margréti sjálfa og hef oft og mörgum sinnum rætt við hana við ýmis málefni.
ég verð með dónaskap þar sem mér finnst þetta lágkúra hjá margréti að vera spila sig sem eitthvað saklaust fórnarlamb sem hún er engan veginn, hún hefur sjálf verið að baktala formann,varaformann og fleiri sem eru í stjórn flokksins, hún vissi mæta vel hvar stuðningur Guðjóns lá og ef það á að koma henni á "óvart" þá er eitthvað að þarna í heilabúinu hjá henni þó ljótt sé að segja það, ég skal þó viðurkenna það að það var óþarfi að kalla viðkomandi vanita og ég dreg þau orð mín tilbaka, sagði þó í minni reiði því mér finnst ömurlegt að heyra hvernig hún spilar sig sem algjörlega saklausa mannsekju í þessu máli.

Afhverju er hún svona hrædd við Jón Magg og þá asna í nýju afli? ekki sagði hún að henni finnist henni neitt að því að þeir kæmu til liðs við okkur þegar ég talaði við hana um það fyrst og hvað henni finntist um það. en ég sá samt að hún var ekkert rosaspennt yfir því og ég var það ekki heldur, en það sem þeir Jón Magg og fleiri sem hafa talað um á útvarpi sögu er bara dónaskapur af verstu gerð.

Hún veit það sjálf manna best að Guðjón hefur gríðarlegt fylgi á bakvið sig og hún mun tapa þeim slag. því miður, ég ætla sjálfur að styðja hana í varaformanninn en ekki formann.

Benidikt (IP-tala skráð) 18.1.2007 kl. 08:58

19 identicon

Margir af þeim sem skrifa hér eru ekki einu sinni í flokknum, eru í öðrum flokknum og vilja vitanlega klofning hjá Frjálslyndum, þess vegna styðja þeir þig með máli sínum en gera það ekki í verki.

ættir kannski að íhuga það margrét, hverjir það eru sem eru að styðja þig.

benidikt (IP-tala skráð) 18.1.2007 kl. 09:07

20 Smámynd: Agnar Freyr Helgason

Sæl Margrét,

Þú veist hverrar skoðunar ég er. Nú er bara að þora, duga og vilja! 

Agnar Freyr Helgason, 18.1.2007 kl. 09:23

21 Smámynd: Kristin Á.Arnberg Þórðardottir

Það eru margir sem ætlaað styðja Margréti og margir sem ætla að ganga í flokkin eingöngu til þess

Kristin Á.Arnberg Þórðardottir, 18.1.2007 kl. 09:35

22 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Sæl Margrét

Fyrir mér er þetta kvennréttindamál, strákarnir (þingflokkurinn) í brúnni eru fúlir, því konan sem hefur rekið bátinn með sóma, vill núna hætta að skúra og fá að koma upp í brú, segist leið á því að vera bara vinnudýr og þrífa eftir þá alla daga.

Það er greinilegt að þetta skipstjóratal formannsins er farið að smita, en er ekki bara komin tími á að hann fari á eftirlaun hjá flokknum.  Að reka flokkin sem lítið verkalýðsfélag á landsbyggðinni er liðin tíð, og stefnumál flokksins eru ekki eilýf eða einkamál formanns, né þannig að ekki sé þörf á endurskoðun.

Það er þekkt staðreynd, að sumir einstaklingar verða floskuháls á framfarir, og vilja halda fyrirtækjum og eða flokkum litlum og meðfærilegum.

Ef þú telur þig vera sterkan einstakling með fjölskyldu, bræður og systur að baki, og getur tekið því persónulega skítkasti sem skvett verður yfir þig, þá farðu beint á toppinn og gefðu þessum flokk framtíð, því hann stefnir beint fram af hengiflugi.

Í baráttu sem hefur þróast svona, eru ekki teknir fangar Margrét, Það er annað hvort bandalag, hnakkaskot eða skilirðislaus uppgjöf, eins grimmt og það nú er.

Nú er valið þitt, og ég vona að þú verðir sátt við það val.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 18.1.2007 kl. 10:11

23 identicon

Kæra Margrét, ég hvet þig eindregið til að bjóða þig fram til formanns og hvetja þann aðila með þér sem þér þykir vænlegastur til að styðja þig í verki á þeim vettvangi. Þú fyrirmyndastjórnmálakona einlæg, hrekklaus og þorir að vera með sjálfstæðar skoðanir þó að þær falli ekki alltaf í sama jarðveg og flokkstbræðra þinna. Samt bið ég þig líka að hugleiða hvort þér finnist lífið þess virði að eyða því á þessum vettvangi jafn frambærilegur einstaklingur og þú ert.

 Með vonum um velgengni

Árni Stefán Árnason

Hafnarfirði 

arnistefan (IP-tala skráð) 18.1.2007 kl. 11:31

24 identicon

Áfram Margrét leggðu þennan tréhaus í formannsslagnum og láttu þennan óþekkta Benidikt ekki hræða þig því hann virkar sami tréhausinn og formaðurinn grófur og vitlaus.

Óskar Þór Hallgrímsson (IP-tala skráð) 18.1.2007 kl. 11:47

25 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Ef þú ætlar að halda áfram í þessum flokki þá hvet ég þig eindregið til þess að bjóða þig frekar fram í formanninn heldur en varaformanninn. Það fannst mér reyndar alltaf að þú ættir að gera.

Ég myndi hins vegar líka vilja stinga því að þér að snúa baki við þessum flokki sem er alveg að líða út af og íhuga alvarlega að taka þátt í kvennaframboði í vor!

Andrea J. Ólafsdóttir, 18.1.2007 kl. 13:29

26 identicon

Hvar skráir maður sig í flokkinn til að kjósa þig ?

Marteinn (IP-tala skráð) 18.1.2007 kl. 14:49

27 identicon

Hvar skráir maður sig í flokkinn til að kjósa þig ?

Marteinn (IP-tala skráð) 18.1.2007 kl. 14:49

28 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

þeir sem vilja skrá sig í Frjálslynda flokkinn geta gert það á www.xf.is eða hringt í síma 552-2600. Svo er bara að mæta á flokksþingið á Hótel Loftleiðum!

Ragnhildur Sverrisdóttir, 18.1.2007 kl. 15:56

29 identicon

Kæra Margét

Ég skora á þig að bjóða þig fram sem formann Frjálslynda flokksins. Þú ert nákvæmlega það sem þarf, eigi flokkurinn að halda velli og vaxa. Þú ert skelegg, málefnaleg og hnyttin, kemur vel fyrir í fjölmiðlum og hefur meiri sjarma en  Magnús og Guðjón til samans. Þeir hafa heldur betur spilað rassinn úr buxunum sem gæti orðið þess valdandi að fylgi Frjálslyndra mun ekki verða gott í næstu kosningum. Samúð þjóðarinnar í þessum deilum er með þér, ef samúð Frjálslyndra verður ekki með þér þegar þú býður þig fram á landsfundi, ertu hjartanlega velkomin í Vinstri græna

Brynja Halldórsdóttir, Reykjavík 

Brynja Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 18.1.2007 kl. 17:30

30 identicon

Það er með ólíkindum hvað fólk hér á vefnum talar illa um Guðjón formann frjálslynda, formanninn sem er svo sannarlega sálin í flokknum, hann hefur aldrei talað illa um Margréti, og að minni vitund getur enginn vitnað í hans orð sem benda til þess að hann tali illa um nokkurn mann né hafi nokkurn tímann gert það. Guðjón og Magnús Þór hafa sameiginlega náð frjálslynda flokknum upp í allt að 14% fylgi, hvernig geta flokksmenn Guðjóns talað um klofning eða stjórnarskipti þegar svona vel gengur. Svo er alveg ótrúlegt að einhverjum detti í hug að Margrét eigi formannstólinn skilið aðeins vegna þess að hún er kona, kvenforréttindahyggja á ekki rétt á sér... Gerum greinamun á kvenforréttindum og jafnrétti.

Viðar Guðjohnsen, Lyfjafræðinemi (IP-tala skráð) 18.1.2007 kl. 18:30

31 Smámynd: Egill Óskarsson

Það væri ekki á vegi að spyrja Kristján á móti hvort að hann muni mörg dæmi þess að formenn hafi opinberlega tekið afstöðu með eða á móti frambjóðendum í varaformannskjöri?

Egill Óskarsson, 18.1.2007 kl. 20:35

32 Smámynd: Kristin Á.Arnberg Þórðardottir

Það er ekki verið að tala illa um nokkurn en sanleikanum verður hver sárreiðastur.Ég var á staðnum þegar síðasta
varaformanskjör fór fram og minnist ég þess ekki að Guðjón tæki þá svona afgerandi afstöðu með öðrum hvorum
frambjóðanda.

Kristin Á.Arnberg Þórðardottir, 18.1.2007 kl. 21:37

33 identicon

Guðjón tók jú afgerandi afstöðu með Magnúsi á móti Gunnari.

Margrét hefuru aldrei pælt í því hverjir það eru sem skrifa hér í athugasemdnum?
hverjir það eru sem vilja þig í slaginn?
t.d. Agnar Freyr sem var í ungum frjálslyndum sem fór þegar Gunnar Ö fór í fílu og Agnar Freyr er í samfylkingunni núna t.d. auðvitað langar honum að sjá þetta fara í hnút. svo eru nokkrir sjálfstæðismenn hér sem skrifa og hvetja þig í formanninn líka af því svo flokkurinn verði að engu sem er algjör draumaósk þeirra eins þú sjálf veist, svo eru hér framsóknarmenn sem einnig óska þess sama, EN hversu margir Frjálslyndir skrifa hér ?????????? ég veit allavega um mig og 1 annan hér? og báðir erum við ekki sammála þér í þessu Margrét og það eru margfalt fleiri sem einnig hugsa þannig um þig í dag.

En svaraðu nú þessu Margrét ef þú þorir að svara þessu? (ég ætla að leyfa mér að efast um að þú svarir þessu, en skal klappa ef þú gerir það)

Hver er eiginlega þinn tilgangur að fara í framboð gegn formanni eða varaformanni?

Hvernig getur þú eiginlega kallað það "að rétta fram sáttarhönd með því að fara í varaformanninn"?

Á Guðjón sem sagt að vera hræddur við þig og þakka Guði fyrir að þú ætlar í varaformanninn? Eða alveg rétt?
þú ert ekki búin að ákveða þig. EÐA hvað?

En þú varst búin að ákveða að fara í varaformanninn en segir að þér gæti snúist hugur eftir þessa yfirlýsingu Guðjóns?
og hvers vegna gæti þér snúist hugur? Bara út af hefnd eða ?

Hvað ef þú gefur út yfirlýsingu að þú ætlir í formanninn núna og þá kemur Magnús með stuðningsyfirlýsingu við Guðjón, Myndiru þá aftur snúast hugur og fara í varaformanninn til að hefna þín á Magnúsi? (þetta eru útúrsnúningar, en vert að velta því fyrir sér hvort þú getur ekki gert upp hug þinn yfirhöfuð, bara svona að pæla.

Eitt annað sem mig langar að spyrja þig um?
Afhverju er Frjálslyndi Flokkurinn með heimilsfang að Grenimel 29? sem er að ég best veit, heima hjá þér?
Ertu að gefa í skyn að þú og faðir þinn eigið flokkinn eða ?

Endilega svaraðu þessu.
Mig langar að kjósa þig i varaformanninn en ég vill hafa Guðjón áfram í brúnni enn um sinn.

Ég tek einnig undir með Agli Óskarssyni. Hversu margir?

Svik og prettir ehf (IP-tala skráð) 19.1.2007 kl. 00:49

34 Smámynd: Kristin Á.Arnberg Þórðardottir

Ég er í floknum og hef verið þar nánast frá upphafi þekki Margréti mjög vel hef oft í sambandi við kosningar þurft að leita
til hennar hún er bæði dugleg, heiðarleg og hugsar fyrst og fremst um að gera vegsemd flokksins sem mestan.Hvar flokkurinn á heima fynst mér ekki skipta máli hann mætti eiga heima á Hveravöllum fyrir mér það héldi ekki fyrir mér vöku.En
mér fynst ef fólk er að skrifa þá eigi það að skrifa undir nafni en ekki einhvert firirtæki.

Kristin Á.Arnberg Þórðardottir, 19.1.2007 kl. 08:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband