Nornaveiðar

Um nokkurra mánaða skeið hefur fámennur hópur karla haft frjálsar hendur á Útvarpi Sögu til að flytja endalausan óhróður um mig.  Þeir ýmist flytja pistla eða hringja inn þegar símatími er og hafa einnig verið í viðtölum.  Þetta eru eftirtaldir:  Jón Magnússon formaður Nýs afls sbr. þessa heimasíðu http://www.nyttafl.is/jm/jm_149.html, Höskuldur Höskuldsson varaformaður Nýs afls, Tryggvi Agnarsson, stjórnarmaður í Nýju afli og Eiríkur Stefánsson frá Fáskrúðsfirði.  Þeir segjast tala fyrir hönd Frjálslynda flokksins, sem þeir eru nýgengnir í, þó svo að lög Frjálslynda flokksins kveði á um, að menn geti ekki verið í tveim stjórnmálasamtökum samtímis.

Jón Magnússon, 4. janúar:  "Leiða mætti að því líkur að hefði framkvæmdastjóri flokksins ekki kosið að reyna að gera málflutning þingflokksins ótrúverðugan  snúist gegn honum og veist að ákveðnum einstaklingum og hópum með brigslyrðum þá hefði útrásarmöguleikar Frjálslynda flokksins verið meiri. Þessi afstaða framkvæmdastjórans er að öllu leyti ómálefnaleg og snýst eingöngu um persónulegan metnað hennar og vilja til að verða formaður í Frjálslynda flokknum."  

Árangurinn af uppreisn minni gegn því að flokkurinn sýndi tilteknum hópum útlendinga óvirðingu er úr sögunni því þingflokkurinn hefur síðan þetta var tekið upp hófsamari stefnu í málflutningi varðandi innflytjendamálin, eins og ég lagði til að gert yrði.

Höskuldur var í klukkutíma viðtali á Útvarpi Sögu þar sem hann sagði að ég væri valdasjúk kona sem hefði handvalið vini mína í flokkinn árum saman og ekki hleypt öðrum þar inn.  Tryggvi hefur farið ófögrum orðum um mig og föður minn, en Eiríkur er orðinn alræmdur fyrir sinn málflutning, svo yfirgengilegur er hann.  Útvarpsstjórinn, Arnþrúður Karlsdóttir, hefur viljað fá mig eða mitt fólk til að ræða þessi mál. Ég svara ekki ávirðingum þeirra og stuðningsfólk mitt ekki heldur af því þær eru ekki svaraverðar. En ég hvet fjölmiðla hér með til að spyrja þingflokk Frjálslynda flokksins álits á þessum málflutningi nýrra flokksfélaga.

GÖMUL SAGA 

Galdramenning var rótgrónari menningararfleifð á Vestfjörðum en í öðrum landshlutum og var þar við lýði um aldir.  Formóðir mín, Margrét Þórðardóttir frá Trékyllisvík (d. 1726), kölluð Galdra-Manga, var ofsótt fyrir galdra.  Margrét var dóttir Þórðar Guðbrandssonar, sem var brenndur í Trékyllisvík árið 1654.  Skömmu síðar var Margrét einnig kærð fyrir galdra og var eftirlýst á landsvísu og ofsótt.  Sagan segir að Margrét hafi verið vel læs, sem var fremur sjaldgæft á þeim tíma og talið var að hún hefði stundað lækningagaldur eða kukl.  Það fylgdi líka sögunni að hún hefði kveðið eins vel og karlmaður!

Snæfjallaströnd en hún varð allra kerlinga elst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Eiríkur Stefánsson á Fáskrúðsfirði kominn í Frjálslynda flokkinn? Ég samhryggist honum. Þ.e. flokknum.

Hlynur Þór Magnússon, 12.1.2007 kl. 15:27

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sækjast sér um líkir.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 12.1.2007 kl. 16:30

3 Smámynd: Kristján Pétursson

Óhróður stjórnarmanna Nýs Afls um þig á útvapsst.Sögu þeirra ,Jóns,Höskuldar og Tryggva er afar ómálefnalegur og órökstuddur þvættingur,sem skaðar þá fyrst og fremst sjálfa,eins og allaf er þegar engin innistaða er fyrir málflutningnum.Ég hef nokkrum sinnum heyrt í þeim bullið á Sögu,enda Jón blýfastur við útvarpsstjórann með sína föstu  þætti.Það er oftast þannig með stjórnmálamenn ,sem hafa fengið ítrekaða pólutíska höfnun að þeir eru í sífelldri taðdreifingu,en uppskeran er engin.Ég er þess fullviss,að þessi órökstuddi óhróður þeirra á eftir að styrkja þig í kosningabaráttunni,kjósendur taka þetta eins og hvert annað  innihaldslaust raup sem grundvallast fyrst og síðast af mikilli vanmáttarkennd.

Óska þér góðs gengis.Kveðja

Kristján Pétursson, 12.1.2007 kl. 16:52

4 identicon

Góðan dag, ágæta jafnaldra !

Vil eindregið hvetja þig, til endurskoðunar hugmynda þinna um þá ágætu jarðarbúa, hverjir hafa fylgt hinum skaðlega Múhameð, og þeim ískyggilegu trúarbrögðum, sem hann kom á laggirnar, á 6. öld. Það er líklega óhætt að segja, að velflestir íbúar Arabíu skagans hafi verið, að tiltölu, friðsamir og fremur óáleitnir við nágranna sína flesta, þá þeir iðkuðu trú á stokka og steina, jafnframt skurðgoðadýrkun; þeirri sem tíðkast hafði um aldir þar austur frá.

Því finnst mér skjóta all skökku við, að allnokkrir samlanda okkar telji það eðlilegan og sjálfsagðan hlut, að fylgjendur dauðahyggju þeirrar sem í daglegu tali er nefnd Íslam fengi að festa hér rætur, og það jafnvel án þess að taka upp íslenzka siði og venjur, sem hér hafa tíðkast, allt frá landnámi. Það verður að segjast eins og er; Margrét, það er útilokað, með tilliti til okkar barna og afkomenda, í framtíðinni, og þeirra hagsmuna, að hér geti, yfirhöfuð; búið margar þjóðir, hvað þá fylgjandi framandi siðum og trú, að skaðlausu. Kristnir menn kæmust aldrei upp með það, að iðka trú sína, í löndum eins og Saudi Arabíu né Íran, svo dæmi séu tekin.

Það verður að segjast eins og er, að á sama tíma og þjóðir; eins og Japanir, Kínverjar og Kóreumenn keppast við að byggja upp sín þjóðfélög, jafnframt því að vera í fremstu röð þjóða heims, í vísindum og tækni, að á sama tíma má tiltaka eftirfarandi :

Darfur í Vestur- Súdan: Hirðingjum af svörtum kynstofni slátrað, eins og búfénaði af arabískum illmennum, hver veit hversu mörgu fólki hafi verið fargað þar á undanförnum misserum ? Ekki heyrist mikið í mannkynsfrelsurunum Bush og Blair á þeim slóðum.

Suður- Thailand: Malayskir múhameðstrúarmenn hafa mörg undanfarin ár drepið friðsamt Búddatrúarfólk í héruðunum nærri landamærunum að Malaysíu, með skyndiárásum og tilheyrandi eyðileggingu menningar verðmæta. Ekki heyrist mikið í þeim Bush og Blair þarna, frekar en víðar.

Serbíska Kosóvo: Þarna eru Albanir að splundra gamalgrónu kristnu samfélagi Orþódox manna, með beinum og óbeinum stuðningi Evrópusambandsins. Og enn og aftur Margrét !!! Hvar eru þeir miklu frelsarar Bush og Blair staddir ?

Þarna nefni ég nokkur dæmi um þá miklu ógn, sem stafar af fylgjurum hins afleita Múhameðs, og engin sýnileg ástæða, af hálfu íslenzks samfélags, að hleypa þessu fólki hingað heim. Það gæti komið til þess Margrét, að börn okkar, og aðrir afkomendur yrðu undir, í þeim slag, sem Vesturlönd kunna að lenda í, á komandi árum og áratugum, þá hefðu núlifandi kynslóðir mikið á samvizkunni.

Að  öðru, ögn léttara. Þú nefnir til, á skemmtilegan hátt; Galdra- Möngu, formóður þína, nefni ég þá til Þorleif Kortsson lögmann í Bæ í Hrútafirði á 17. öldinni, Var hann mjög afkastamikill í að koma Strandamönnum, frændum þínum á bálið, sökum galdra og fáheyrðrar fjölkynngi. Síðan ég uppgötvaði frændsemi mína við Þorleif, gegnum ættfræðina hefi ég ekki við að biðja þá Strandamenn afsökunar, fyrir hönd frænda míns, á örlögum forfeðra þeirra margra.  

Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.1.2007 kl. 17:37

5 identicon

Sæl, Margrét

 Mig langar endilega að leggja fram mína skoðun á þeim hlutum sem hafa drunið yfir okkar littla samfélag hér á Íslandi. En áður en ég held lengra vill ég koma því á framfæri að ég virði menningu mið-austurlandanna og hefðir þeirra sem eru Íslamstrúar. Þá er það út í hött að við hér á Vesturlöndum dirfumst að reyna að troða okkar háttum inn í þeirra samfélög, hvort sem okkur finnst þau sjálfsögð eða ekki. 

En þeir sem setjast að hjá okkur þurfa að aðlagast, það þýðir ekki að koma með siði frá mið-austurlöndunum inn í okkar vestræna samfélag. Þá er ekkert að því að Jón Magnússon bendi á að hvergi í Evrópu lifa strangtrúaðir múslimar og kristnir í sátt og samlyndi. Þau lönd eins og Holland, Frakkland og Bretland hafa lent verst í því, á eftir þeim koma Danmörk, Svíþjóð og Noregur. Það verður að láta þá nýbúa skilja að til þess að það fái aðgang að okkar lífsgæðum verður það að aðlagast okkur en ekki við að aðlagast því. Þetta er okkar land ekki þeirra, við Íslendingar byggðum þetta land og við höfum okkar siði og venjur rétt eins og Íran hefur sína siði og venjur sem ég virði og tæki að sjálfsögðu upp ef ég hefði hug á því að flytjast þangað.

 Þá væri gaman að fá að vita um það fjöltrúaland í Evrópu þar sem ekki er stanslaus bárátta milli trúarbragða. Ég nefni það aftur, lítið til Hollands, lítið til Frakklands, lítið til hinna Norðurlandanna þar sem í hverjum fréttartíma ríkisstöðvanna eru fréttir af strangtrúuðum múslimum sem neita að aðlagast.

 Kæra Margrét, fjölmenningarsamfélög eru allt annað en gallalaus. Það að benda á þá galla telst hvorki til kynþáttaháturs né trúarhaturs. 

Viðar Guðjohnsen, Lyfjafræðinemi (IP-tala skráð) 12.1.2007 kl. 20:59

6 identicon

Sæl, Margrét

 Ég ákvað að hafa athugasemdir mínar í tveimur hlutum þar sem seinni hlutinn tengist ekkert trúarbragðahlutanum  á innflytjendaumræðunni.

Það er ótrúlegt að fólk geri sér ekki grein fyrir þeim ástæðum sem liggja fyrir því að samtök atvinnurekenda berjast eins og hungruð ljón fyrir óheftum straumi fátækra innflytjenda inn í okkar vinnusamfélag, þeir leggjast jafnvel svo lágt að vera með fordóma í garð samlanda sinna. Græðgi, græðgi, græðgi, það að geta lækkað laun iðnaðarmanna virðist vera efst í huga atvinnurekanda, en fær almenningur að njóta góðs af því... Nei... Nú er búið að benda á flest alla þessa hluti, þ.a.m. að laun íslensks pípara eru um 2500-3000 kr/klst en laun erlends pípara frá A-Evrópu sem sættir sig við iðnaðarhúsnæði og jafnaðarkaup eru um 1000kr/klst.

 Afhverju þurfum við Íslendingar að elta Bretann og Frakkann í innflytjendamálum og sitja svo uppi með sprungið heilbrigðis og velferðarkerfi nema gripið verði til ofursköttunar rétt eins og í Svíþjóð eða í Danmörku. Væri ekki betra að horfa til Japans og sjá þær gríðarlegu tækniframfarir sem það samfélag uppskar með sterkri þjóðernisstefnu og algert bann við innflutningi á ódýrum þrælum frá Kína. 

Viðar Guðjohnsen, Lyfjafræðinemi (IP-tala skráð) 12.1.2007 kl. 21:21

7 identicon

Sæl Margrét...leit yfir "kommentin" hér fyrir ofan og fyrsta sem mér dettur í hug eftir þau seinustu er "HEIMSKT ER HEIMAALIÐ BARN"...en hvað um það, ætla að sletta og segja við þig "keep up the good work"!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir (IP-tala skráð) 12.1.2007 kl. 21:56

8 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Ég hlustaði einu sinni á þessa útvarpsstöð og mér fannst ótrúlegt að heyra það sem þar fór fram. Fólk virðist geta keypt sig inn í útsendingu og sagt HVAÐ SEM ER...  Eru engar reglur til um útvarpsmál!!

Sveinn Hjörtur , 13.1.2007 kl. 01:04

9 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég var einmitt með stillt á Sögu þegar eitt af þessum viðtölum var í loftinu. Nú er ég ekki stuðningsmaður Frjálslyndra, né þinn... en útvarpsstöðin og þessir ágætu einstaklingar dæma sjálfa sig með þessum sora. Þeirra er skömmin.

Heiða B. Heiðars, 13.1.2007 kl. 01:48

10 identicon

Það er greinilegt að þeir sem eru á móti stanslausum straumi innflytjenda ættu helst ekki að hafa kosningarrétt. Heimskt er heimaalið barn skrifar Anna Benkovic Mikaelsdóttir og beinir hún orðum sínum að mér. Nú er ég heimaalinn rétt eins og flestir í okkar Vestræna samfélagi, ég stunda nám við lyfjafræðideild Háskóla Íslands, heimskur er ég ekki. Þó ég stundi nám sem býður upp á starf sem er nokkuð vel varið fyrir launalækkunum sökum innfluttnings á ódýru vinnuafli, þá á ég marga vini sem vinna við Iðanðarstörf. Sú framtíð þeirra Iðnaðarmanna er ekki björt, enda sést greinilega hver stefna stjórnvalda er í þeim málum. Á meðan Háskóli Íslands fær gríðarlega auknar fjárveitingar er verið að skera niður fjárveitingar til Iðnnáms. Hvar er réttlætið í því? Iðnám er líka nám, og það ber að fagna þeim flokksmönnum frjálslynda sem benda á að það að saga og saga eru jafnmikilvægir hlutir fyrir okkar þjóðfélag. 

Viðar Guðjohnsen, Lyfjafræðinemi (IP-tala skráð) 13.1.2007 kl. 13:58

11 identicon

Af því ég tel mig hafa fylgst allnokkuð með  þessum átökum frá upphafi sárnar mér að hafa misst af þeim órökstudda málflutningi sem Kristján Pétursson vísar til. Ég veit að hann lætur sig ekki muna um að upplýsa mig um það allt. Ekki sakaði að fá fleiri huggulega og rasismahreina jólasálma eins og þann sem frú Margrét setti inn á þennan vef fyrir hátíðarnar og bað fólk að raula um jólin. Ekki mega nú þessir hjartahreinu stuðningsmenn láta deigan síga við kveðskapinn með þvílíkum snilldarbrag. En undir lok þessa mánaðar mun á einhverjum í þessum flokki sannast það sem Steinn Steinarr sagði forðum:"það vinnur aldrei neinn sitt dauðastríð".

Árni Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.1.2007 kl. 17:15

12 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Ég hélt að nornaveiðar hefðu lagst af fyrir nokkrum öldum síðan. Vonandi tekst okkur að slíðra sverðin fyrir vorið, ekki veitir af.

Georg Eiður Arnarson, 14.1.2007 kl. 12:24

13 identicon

Já leiðinlegt að heyra þetta með þessi umtölu um þig á útvarpi sögu...ég helt að þessi stöð væri löngu dauð.
en allavega hvenær megum við eiga von á ákvörðun þinni varðandi framboð hvort sem til formanns eða varaformanns?
eða ætlaru kannski ekki að bjóða þig fram í þessi stæti?
ég hef verið í Frjálslynd flokknum frá því að hann byrjaði og ég vil ekki sjá að Jón Magnússon og hans lið fái einhver völd í þessum flokki þannig að ég hvet alla til að ganga til liðs við okkur og sjá til þess að þeir fái ekki að komast í nein sæti hjá okkur.
þessi umtöl frá þeim eru bara aumingjaháttur.

Benidikt (IP-tala skráð) 14.1.2007 kl. 13:24

14 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Tek bara undir með öllum hinum. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af svona ummælum. Það eru allir kjósendur orðnir þreyttir á skítkasti og vilja sjá verkin tala :) enda krossa ég yfirleitt við D ;)

Ég er hins vega hlynntur því að við flytjum inn allt það vinnuafl sem við þurfum á að halda hverrar þjóðar sem það er og hverrar trúar sem það er. Deilur geta alltaf orðið og við þurfum enga útlendinga til að valda þeim, það sést bara best á þeim sem eru að flytja óhróður um þig í fjölmiðlum.

Ágúst Dalkvist, 14.1.2007 kl. 22:57

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Skammsýnin ríður ekki við einteyming hjá Ágústi þessum Dalkvist í innflytjendamálum.

Jón Valur Jensson, 15.1.2007 kl. 16:52

16 identicon

Er það rétt Margrét að þú eigir skólameistarastarfið á Ísafirði geymt í boði Þorgerðar Katrínar ef þér mistekst að eyðileggja ógnina sem Sjálfstæðisflokknum stafar af þingmönnum Frjálslynda flokksins? Ég var að lesa þetta í Ísafold! En auðvita er þetta mikið sómaboð og freistandi ef rétt reynist.

Árni Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.1.2007 kl. 13:11

17 identicon

Af hverju ekki formanninn?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir (IP-tala skráð) 16.1.2007 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband