Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Framboð til varaformanns

 Ég hef ákveðið að hvika hvergi frá fyrri ákvörðun minni um að bjóða mig fram til embættis varaformanns Frjálslynda flokksins.Vissulega velti ég fyrir mér framboði til formanns. Eftir að Guðjón Arnar lýsti yfir eindregnum stuðningi við Magnús Þór fannst mér sem ég þyrfti að etja kappi við kosningabandalag formanns og varaformanns. Og auðvitað kom upp í mér baráttuhugur, eins og alltaf þegar á móti blæs. Undanfarna daga hef ég rætt við fjölmarga félaga í Frjálslynda flokknum og fengið staðfest, að við Guðjón njótum gjarnan stuðnings sama fólks. Það fólk vill Guðjón áfram, en lýsir yfir stuðningi við mig í embætti varaformanns. Guðjón lýsti því svo sjálfur yfir á flokksfundi á dögunum, að hann gæti átt við mig gott samstarf, yrði ég kjörin varaformaður. Ég get tekið undir það, við Guðjón höfum starfað lengi saman og ég er sannfærð um að við verðum samhent í forystu. 

Sumir hafa gagnrýnt framboð mitt á þeirri forsendu að stutt sé til þingkosninga. Ég vísa þeirri gagnrýni á bug. Við höfum áður skipt út fólki í forystu á landsfundum, sem haldnir voru enn nær kosningum, eða í mars.

 Við verðum að auka breiddina í forystu flokksins. Konur eru í miklum meirihluta þeirra kjósenda sem segjast óákveðnir í skoðanakönnunum. Þær hafa ekki hópast að Frjálslynda flokknum hingað til, en ég er sannfærð um að verði kona varaformaður flokksins mun það vekja athygli kvenna á málstað okkar og þannig fáum við þær til liðs við okkur. Að sjálfsögðu býð ég mig ekki fram á þeirri forsendu að ég er kona, en ég ítreka nauðsyn þess að kona sé í forystusveit flokksins. Ég hef komið að stefnumótun Frjálslynda flokksins allt frá því áður en hann var formlega stofnaður og hef sinnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Í ljósi þess þarf enginn að efast um að ég er hæf til að sinna embætti varaformanns. Ég hvet flokksystkin mín í Frjálslynda flokknum til að fjölmenna á landsfundinn um komandi helgi og taka þar þátt í að velja sterka forystusveit.

Hver er maðurinn?

Flokksystkin mín í Frjálslynda flokknum hafa mörg haft samband við mig og velt fyrir sér hvers vegna Frjálslyndi flokkurinn átti ekki talsmann í Silfri Egils á sunnudaginn.  Í þættinum var meðal annars fjallað um góða útkomu Frjálslynda flokksins í nýrri skoðanakönnun. Einn viðmælenda Egils, Höskuldur Höskuldsson, gerði þetta góða fylgi að sínu og sagðist „afskaplega hamingjusamur með niðurstöðuna í þessari skoðanakönnun varðandi okkur frjálslynda og hvernig fylgið okkar virðist halda sér.”

Hver er þessi Höskuldur, sem þarna tjáði sig allt í einu í nafni Frjálslynda flokksins? Margir furðuðu sig á þessu og ekki minnkaði undrunin þegar á skjáinn kom nafn mannsins og undir því stóð: Varaformaður Nýs afls!Var Höskuldur sem sagt þarna sem talsmaður Nýs afls? Er Nýtt afl þá enn til sem stjórnmálaflokkur? Ef svo er, hvers vegna er varaformaður Nýs afls þá líka að tjá sig sem talsmaður Frjálslynda flokksins?

Efast nokkur um að félagar í Nýju afli ætla að reyna að ná undirtökunum í Frjálslynda flokknum? Þessi uppákoma í Silfri Egils sýnir, að þeir einstaklingar, sem gengu til liðs við Frjálslynda flokksins á haustdögum, líta samt sem áður svo á að þeir tilheyri öðrum flokki.

Fra kongsins København

Eftirfarandi texti er skrifadur fra Kaupmannahofn og tvi get eg ekki notad islenska stafi, afsakid tad.

Eg thurfti ad bregda mer til Kaupmannahafnar um helgina.  Thad er gott ad fa fjarlgd a atburdi og hugsa sinn gang.  Eg vil thakka fyrir tolvupost sem mer hefur borist vida ad.  Margir kvarta yfir tvi ad thad se ekki nogu einfalt ad setja athugasemdir vid skrifi a blogginu og ad their / thær hafi ekki komid athugasemdum ad.

Til ihugunar fyrir studningsfólk og adra eru eftirfarandi ummæli sem hofd eru eftir nuverandi varaformanni Frjalslynda flokksins, Magnusi Thor:

1) "Thingfklokkurinn kærir sig ekki um Margreti sem varaformann" segir Magnus i Morgunbladinu i dag.     

Their eru 3 i thingflokknum.  Hvad med allt folkid i Frjalslynda flokknum?  Skyldi thad vera sama sinnis?

2) "Henni hefur verid hampad mjog og thad hefur verid reynt eftir megni ad veita henni brautargengi i politik.  En hun hefur tvi midur ekki nad arangri." segir Magnus i Bladinu i dag.

Eg hef semsagt ekki nad neinum arangri i politik, thratt fyrir ad their hafi lagt sig alla fram um ad hampa mer. 

Læt her fylgja thanka systur minnar, Ragnhildar um thetta, enda eins og talad ut ur minu hjarta:

Klúður á klúður ofan

Það er furðulegur fjári að hlusta á formann og varaformann Frjálslynda flokksins telja upp allar vegtyllurnar, sem þeir hafa náðarsamlegast rétt að Margréti systur minni í gegnum tíðina. Og láta eins og að hún hafi, þrátt fyrir öll þessi tækifæri, klúðrað einhverju fyrir flokkinn!

Var það klúður hjá henni þegar hún komst ekki inn á þing í síðustu kosningum, þrátt fyrir að vera með miklu fleiri atkvæði á bakvið sig en háttvirtur þingmaður, Magnús Þór? Ég hefði nú haldið að þar væri misvægi atkvæða um að kenna.

Var frábær árangur Frjálslynda flokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum kannski klúður líka? Þar var Margrét í 2. sæti listans og ég er viss um að oddvitinn, Ólafur F. Magnússon, lítur ekki svo á að hann hafi náð árangrinum "þrátt fyrir" setu hennar þar.

Er sá mikli stuðningur, sem Margrét hefur mjög víða, kannski dæmi um hvernig henni hefur tekist að klúðra málum?

Af hverju segja þessir menn ekki eins og er: Að þeir töldu sig knúna til að koma henni frá af því að þeir líta á sig sem flokkseigendur og vilja halda völdum, hvað sem það kostar. Þeir ruku til og ráku hana, nei afsakið, sögðu henni víst upp, af því að hún var ósátt við sameiningu við Nýtt afl. Sameiningu, sem meirihluti miðstjórnar flokksins var líka andvíg.

Meira klúðrið.

 

 

 


Framboð á "eigin verðleikum"


Það voru mikil vonbrigði að frétta af afdráttarlausum stuðningi Guðjóns Arnars við Magnús Þór í embætti varaformanns Frjálslynda flokksins.
Ég taldi mig vera að rétta fram sáttahönd með framboði mínu til varaformanns. Við Guðjón höfum alltaf getað starfað vel saman og mér hefði þótt eðlilegast að hann lýsti yfir hlutleysi sínu og léti flokksfólk um að kjósa á milli okkarMagnúsar, á okkar  eigin forsendum í lýðræðislegri kosningu. 

Formaðurinn sagði sjálfur við mig þegar ég hann afhenti mér uppsagnarbréfið þann 30. nóvember sl. að mér væri frjálst að gefa kost á mér í embætti flokksins á eigin verðleikum.  Það er alltaf verið að tala um að konur eigi að komast áfram í pólitík á eigin verðleikum.  Veruleikinn blasir hér grímulaus við, ég fer fram gegn kosningabandalagi, enda hef ég ástæðu til að ætla að Magnús Þór hefði óttast að mæta mér á sínum eigin verðleikum, án fulltingis formanns.

Ég frétti að sá kvittur væri í gangi niðri í þingi að stuðningsyfirlýsing Guðjóns við Magnús hefði orðið til þess að ég ætlaði nú að söðla um og bjóða mig fram til formanns. Þá ákvörðun hef ég ekki tekið ennþá.


Úrelt fundaform borgarstjórnar og breytt merking hugtaka

Á fundi borgarstjórnar í gær, 16. janúar,  var meginumræðan um málefni heimilislausra.  Það setti óneitanlega svip á fundinn að þeir sem um var rætt, þ.e. heimilislausir, voru mættir á þingpalla og létu reyndar fremur ófriðlega.  Hins vegar leið mér hálfilla, því mér fannst við borgarfulltrúarnir svo skelfilega stífir og leiðinlegir.  Þarna voru menn mættir á pallana til að fylgjast með málflutningi um mál sem varðar þeirra daglega líf - sem er ákaflega erfitt -  og þeir tjáðu sig með frammíköllum eða lófataki.  Hvorugt er heimilt.  Þeir voru í sífellu minntir á að áheyrendur mættu ekki hafa sig í frammi. 

Fundir borgarstjórnar eru alltof ,,virðulegir" til að hægt sé að líða svona lagað, að því er virðist. Ég er hlynnt því að haldið sé í hefðir að flestu leyti, borgarfulltrúar klæði sig snyrtilega, hagi sér prúðmannlega og ávarpi hver annan af fyllstu virðingu.  Hins vegar finnst mér fundaformið vera úr sér gengið.  Væri ekki athugandi að almennir borgarar fengju tækifæri til að tjá sig?   Gæti það ekki verið skemmtilegt, þó það væri bara gert endrum og eins? 

Ég vil líka geta skýrt mál mitt með því að nota glærur.  Það virðist ekki vera inni í myndinni.  Frekar má ég ryðja útúr mér langloku-lýsingum á staðháttum sem enginn botnar í en að sýna það á skýrri yfirlitsmynd.  Hvað er að því að nota glærur á borgarstjórnarfundum og á Alþingi?  Það gæti jafnvel orðið til þess að einhver fundarmanna rumskaði!

Einnig má ég til með að nefna eitt atriði sem tengist þessari umræðu sem ég nefndi um heimilislausa.  Yfirskrift umræðunnar var: Umræða um málefni húsnæðislausra.  Allt í einu er búið að breyta hugtakinu ,,heimilislaus" sem hefur þýtt ,,á götunni" í ,,húsnæðislaus".  Þetta er hugtakabrengl sem einfaldar ekki umræðuna, því heilu fjölskyldurnar geta verið húsnæðislausar um lengri eða skemmri tíma án þess að vera heimilislausar, ekki satt?


Ég gef kost á mér til varaformanns

Fyrr í kvöld sendi ég eftirfarandi fréttatilkynningu á fjölmiðla: 

Ég tilkynni hér með að ég hef ákveðið að gefa kost á mér í embætti varaformanns Frjálslynda flokksins, en kosið verður í embættið á landsþingi flokksins 27. janúar næstkomandi.  Ég hef verið í forystu flokksins í níu ár, eða frá stofnun hans árið 1998, lengst af sem ritari og framkvæmdastjóri.    

 

Til að Frjálslyndi flokkurinn höfði til breiðari hóps kjósenda en hann gerir nú tel ég mikilvægt að konur jafnt sem karlar skipi þar æðstu stöður. Í mínum huga leikur enginn vafi á að það lyfti ásýnd flokksins að kona gegni öðru æðsta embættinu. Ég tel það ekki þjóna hagsmunum flokksins best að ég fari gegn núverandi formanni. Því er ekki að leyna, að deilur hafa verið uppi innan flokksins að undanförnu. Þær deilur er hins vegar hægt að setja niður og ég er þess fullviss að sem varaformaður flokksins mun ég eiga gott samstarf við formanninn.  

 

Með störfum mínum síðastliðinn áratug hef ég lagt grunn að vaxandi velgengni Frjálslynda flokksins á landsvísu. Ég hef starfað að stefnumótun flokksins frá upphafi og verið talsmaður hans við fjölmörg opinber tækifæri.  Þessu til viðbótar má nefna setu mína í fjölda nefnda og ráða gegnum tíðina, sem fulltrúi flokksins. Auk þess hef ég gegnt starfi varaborgarfulltrúa í Reykjavík á annað kjörtímabil. F-listinn í Reykjavík náði einstaklega góðum árangri í borgarstjórnarkosningunum sl. vor þegar hann fékk rúm 10% atkvæða. Af öðrum félagsmálum má nefna störf mín fyrir Hollvinasamtök Ríkisútvarpsins, þar sem ég er formaður, og Kvenréttindafélag Íslands, þar sem ég gegni varaformennsku.  

 

Fyrst og fremst tel ég mig eiga erindi í varaformennsku í Frjálslynda flokknum á grundvelli þeirra málefna, sem eru og verða mér hugleikin. Þar ber hæst mennta- og heilbrigðismál, sem og málefni þeirra sem eiga undir högg að sækja í samfélaginu, s.s. fatlaðra og aldraðra.  Sem varaborgarfulltrúi F-listans hef ég valið að sitja í velferðarráði og menntaráði borgarinnar.  Hvað málefni innflytjenda varðar, þá vil ég taka fastar á þeim málum en gert hefur verið hingað til. Það þarf að bregðast skjótt við til að leita lausna á þeim vanda sem óheft flæði vinnuafls hefur þegar skapað.Ég hef lengi barist gegn óréttlæti kvótakerfisins og er mótfallin átroðningi á náttúru Íslands en legg áherslu á skynsamlega nýtingu náttúruauðlinda okkar.  

 

Ég mun jafnframt óska eftir að leiða lista Frjálslynda flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.  

Nornaveiðar

Um nokkurra mánaða skeið hefur fámennur hópur karla haft frjálsar hendur á Útvarpi Sögu til að flytja endalausan óhróður um mig.  Þeir ýmist flytja pistla eða hringja inn þegar símatími er og hafa einnig verið í viðtölum.  Þetta eru eftirtaldir:  Jón Magnússon formaður Nýs afls sbr. þessa heimasíðu http://www.nyttafl.is/jm/jm_149.html, Höskuldur Höskuldsson varaformaður Nýs afls, Tryggvi Agnarsson, stjórnarmaður í Nýju afli og Eiríkur Stefánsson frá Fáskrúðsfirði.  Þeir segjast tala fyrir hönd Frjálslynda flokksins, sem þeir eru nýgengnir í, þó svo að lög Frjálslynda flokksins kveði á um, að menn geti ekki verið í tveim stjórnmálasamtökum samtímis.

Jón Magnússon, 4. janúar:  "Leiða mætti að því líkur að hefði framkvæmdastjóri flokksins ekki kosið að reyna að gera málflutning þingflokksins ótrúverðugan  snúist gegn honum og veist að ákveðnum einstaklingum og hópum með brigslyrðum þá hefði útrásarmöguleikar Frjálslynda flokksins verið meiri. Þessi afstaða framkvæmdastjórans er að öllu leyti ómálefnaleg og snýst eingöngu um persónulegan metnað hennar og vilja til að verða formaður í Frjálslynda flokknum."  

Árangurinn af uppreisn minni gegn því að flokkurinn sýndi tilteknum hópum útlendinga óvirðingu er úr sögunni því þingflokkurinn hefur síðan þetta var tekið upp hófsamari stefnu í málflutningi varðandi innflytjendamálin, eins og ég lagði til að gert yrði.

Höskuldur var í klukkutíma viðtali á Útvarpi Sögu þar sem hann sagði að ég væri valdasjúk kona sem hefði handvalið vini mína í flokkinn árum saman og ekki hleypt öðrum þar inn.  Tryggvi hefur farið ófögrum orðum um mig og föður minn, en Eiríkur er orðinn alræmdur fyrir sinn málflutning, svo yfirgengilegur er hann.  Útvarpsstjórinn, Arnþrúður Karlsdóttir, hefur viljað fá mig eða mitt fólk til að ræða þessi mál. Ég svara ekki ávirðingum þeirra og stuðningsfólk mitt ekki heldur af því þær eru ekki svaraverðar. En ég hvet fjölmiðla hér með til að spyrja þingflokk Frjálslynda flokksins álits á þessum málflutningi nýrra flokksfélaga.

GÖMUL SAGA 

Galdramenning var rótgrónari menningararfleifð á Vestfjörðum en í öðrum landshlutum og var þar við lýði um aldir.  Formóðir mín, Margrét Þórðardóttir frá Trékyllisvík (d. 1726), kölluð Galdra-Manga, var ofsótt fyrir galdra.  Margrét var dóttir Þórðar Guðbrandssonar, sem var brenndur í Trékyllisvík árið 1654.  Skömmu síðar var Margrét einnig kærð fyrir galdra og var eftirlýst á landsvísu og ofsótt.  Sagan segir að Margrét hafi verið vel læs, sem var fremur sjaldgæft á þeim tíma og talið var að hún hefði stundað lækningagaldur eða kukl.  Það fylgdi líka sögunni að hún hefði kveðið eins vel og karlmaður!

Snæfjallaströnd en hún varð allra kerlinga elst.


Sjálfstæðisflokkur og Framsókn tapa fylgi vegna RÚV-frumvarpsins

Ég finn að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eru að tapa fylgi vegna afstöðu sinnar til Ríkisútvarpsins.  Sérstaklega finnst mér eldra fólk vera ósátt við aðförina að Ríkisútvarpinu.             Sumir þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa jafnvel gengið svo langt að segjast vilja selja Ríkisútvarpið (Sigurður Kári og Pétur Blöndal). Ég leyfi mér að fullyrða að meirihluti Sjálfstæðismanna er á öndverðri skoðun.  Framsóknarmenn þóttust lengi vel ætla að verja Ríkisútvarpið gegn einkavæðingaráformum, en hafa alveg svikið það - og ég leyfi mér að fullyrða að fjöldi Framsóknarmanna er ósáttur við það. (Þeir ósáttu eru líklega flestir þegar farnir úr flokknum, miðað við fylgistölur flokksins).

Ég er formaður samtakanna Hollvinir Ríkisútvarpsins.  Ástæðan fyrir tilurð samtakanna árið 2002 voru m.a. hugmyndir um að gera Ríkisútvarpið að hlutafélagi.  Við lögðum áherslu á að snúa vörn í sókn og efla Ríkisútvarpið svo það mætti áfram vera ríkisútvarp í almannaeign og hornsteinn menningar og lýðræðis í landinu.  Ein meginskylda Ríkisútvarpsins skv. lögum er að það skal gæta fyllstu óhlutdrægni í frásögn, túlkun og dagskrárgerð. Það má eflaust deila um það hvort Ríkisútvarpinu tekst ávallt að rækja þessa skyldu.  Hins vegar er óumdeilanlegt að fjölmiðlar í einkaeigu hafa engar slíkar skyldur!  Þeir ákveða sjálfir hverjir fá að tjá sig og þeir geta birt efni að eigin geðþótta.  Markmið einkareksturs er aðeins eitt:  Að skila eigendunum fjárhagslegum hagnaði. 

Við þurfum þjóðarútvarp í eigu almennings sem er laust við þá fjötra sem fylgja því að vera rekið með arðsemiskröfuna eina að leiðarljósi.

  

Sjávarútvegsráðherra með kosningafiðring

Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi vakti sérstaka athygli mína frétt um að sjávarútvegsráðherra, Einar Kristinn Guðfinnsson, skuli "vilja skoða með opnum hug" hvort auka eigi veiðiskyldu þeirra sem ráða yfir aflaheimildum.  Það er sagt að þetta séu viðbrögð hans við nýjustu fréttum af Þormóði ramma, sem ætlar að skipta þremur gömlum skipum út fyrir ný og hefur sagt upp hluta skipshafna gömlu skipanna vegna sölunnar. Þá verður fyrirtækið með færri skip a.m.k. þangað til nýju skipin koma og myndi því vilja leigja út helming af aflaheimildum gömlu skipanna. 

Ég vil nú meina að þetta séu frekar viðbrögð hans við komandi kosningum, því hann talar jafnan tveimur tungum, fyrir og eftir kosningar.  Það er kominn kosningafiðringur í ráðherrann.

Í sömu frétt  var viðtal við formann Farmanna- og fiskimannasambandsins sem sagði að veiðiframsalið væri undirrót vandans í greininni.  Þessu höfum við í Frjálslynda flokknum haldið fram frá upphafi - að gjafakvótinn og framsalið væri rót vandans auk þess sem höggvið hefur verið á lífæðar sjávarþorpa um allt land, sem áður lágu allar út í sjó.

Guð láti gott á vita, segi ég og þótt fyrr hefði verið!  En ég bið lesendur að muna að það er víst ekkert að í sjávarútvegsmálum þessarar þjóðar.  Þeir sem sáu sjónvarpsauglýsingu Landsambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ)voru fullvissaðir um það, því þar var sagt að sjávarpláss á Íslandi hefðu verið í vaxandi útrás síðustu árin..  Það er nefnilega það.  Hvað ætli Vestmannaeyingar, Húsvíkingar, Raufarhafnarbúar eða Grímseyingar segi um það?

Og að lokum finnst mér nauðsynlegt að rifja upp að þessi sami sjávarútvegsráðherra flutti ræðu í Lilleström í Noregi á sl. ári þar sem hann lagði áherslu á að íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið hefði lagt grunninn að traustum, góðum og arðvænlegum atvinnuvegi, auk þess að stuðla að eflingu byggðar í sjávarþorpum!

         

 


Gjaldskrárhækkanir borgarinnar

Fréttir af gjaldskrárhækkunum borgarinnar vekja hörð viðbrögð.  Ég býst við að ég gæti sætt mig við hækkun á sorphirðugjaldi ef ,,þjónustan" væri þannig að borgarbúum væri gert mögulegt að flokka t.d. dagblöð, ruslpóst, flöskur ofl.  í sérstakar tunnur heima við hús, en það er líklega til of mikils mælst.  Það er líka orðið svo dýrt að fara með tiltekið magn af drasli í Sorpu að fólk er víst farið að sturta því í hraun eða fjörur í grennd við borgina.

Og eitt fyrsta verk hins nýstofnaða og að mínu mati óþarfa leikskólaráðs er að hækka gjaldskrá leikskóla og frístundaheimila um 9%.   Frábært framtak hjá hinum barnvæna leiðtoga Framsóknar í borginni, eða hitt þó heldur.

Verst er mér þó við hækkanir sem bitna beinlínis á eldri borgurum.  Gjaldskrá fyrir hádegis- og kvöldmat hækkar um rúm 9% og drykkjarvörur um 10%.  Þetta er þvert á kosningaloforð meirihlutans, sbr. eftirfarandi klausu úr grein sem núverandi borgarstjóri, Vilhjálmur Vilhjálmsson, skrifaði þann 27. mars sl. (FYRIR kosningar).

"Það er skylda hvers samfélags að búa íbúum sínum jöfn tækifæri til mannsæmandi lífs. Ríki og sveitarfélög hafa þá sameiginlegu ábyrgð að strengja öryggisnet um kjör eldri borgara og örorkulífeyrisþega og tryggja þeim eðlileg lífskjör, sem búa við erfiðar aðstæður. Skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða lífeyrismál, heilsufar eða félagslegar aðstæður.

Nú hafa frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sett málefni aldraðra í öndvegi í sinni kosningabaráttu. Þessi málaflokkur snertir alla og er mælikvarði á það siðferðisstig sem ríkir í samfélaginu. Betur má ef duga skal og því lít ég á metnaðarfulla stefnumörkun sjálfstæðisfólks í Reykjavík sem mikil tímamót og táknræn."

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband