Yfirlýsing mín

 Að undanförnu hafa þingmenn Frjálslynda flokksins og fulltrúar stjórnmálasamtakanna Nýs afls unnið markvisst að því að bola mér úr forystu Frjálslynda flokksins. Í ljósi þeirra vinnubragða sem viðhöfð voru nú um helgina á landsþingi flokksins er ljóst að ég tel mér ekki fært að starfa lengur innan vébanda hans. Ég er viss um að stuðningsmenn mínir sjá jafn skýrt og ég að flokkurinn yfirgaf mig, en ég ekki hann.Ég get fullyrt að ég er ekki hætt í pólitík. Frjálslyndi flokkurinn er hins vegar heillum horfinn, eftir að forystumenn hans leiddu Nýtt afl til áhrifa.Fréttir um að ég hafi nú þegar leitað á önnur mið í pólitík eru úr lausu lofti gripnar. Ég mun í þeim efnum ekkert aðhafast nema í nánu samráði við samherja mína. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Ég skil þessa ákvörðun þína vel. Helst vildi ég sjá þig í flokk jafnaðarmanna, þar sem ég tel þig eiga helst heima.  Fleiri flokkar gera bara að verkum að erfiðara er að fella ríkisstjórnina.

Eggert Hjelm Herbertsson, 29.1.2007 kl. 22:39

2 identicon

Þetta var eini skynsami leikurinn í stöðunni.  Þér var ekki lengur vært með þessum "karlpungum".

Gangi þér vel að velja nýjan vettvang í stjórnmálum.   Taktu þér þann tíma sem þú þarft en gættu að, að skammt er til kosninga.

Frjálslyndi hefur vikið fyrir öfgamennsku í "Frjálslynda" flokknum. 

Gísli (IP-tala skráð) 29.1.2007 kl. 22:42

3 identicon

flott...gangi þér vel!

anna benkovic (IP-tala skráð) 29.1.2007 kl. 23:22

4 Smámynd: Páll Einarsson

þú ert samkvæm sjálfri þér, hrein og bein. Ég er ángæður með þessa ákvörðun þína og kemur hún mér ekki á óvart. þér erf flottur pólitíkus málefnaleg og fylgir þínum hugsjónum.

Ég veit að ég yrði mjög ánægður að fá þig til liðs við samfylkinguna. sjáumst kannski þar ;)

Páll Einarsson, 29.1.2007 kl. 23:22

5 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Til hamingju með þessa ákvörðun. Tek undir með þeim sem vildu sjá þig í Samfylkingunni. :)

Gangi þér vel hvað sem þú tekur þér fyrir hendur.

Svala Jónsdóttir, 30.1.2007 kl. 00:22

6 Smámynd: Kristján Pétursson

Vísa til greinar minna um ákvörðun þína á blogginu mínu.Hárétt ákvörðun hjá þér,gangi þér allt í haginn.

Kristján Pétursson, 30.1.2007 kl. 00:23

7 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Kemur ekkert á óvart, held að Samfylkingin sé ekki rétti hesturinn til að veðja á, hvað segja meintir félgar Ómar Ragnarsson og Jón Baldvin ?

Rúnar Haukur Ingimarsson, 30.1.2007 kl. 01:09

8 Smámynd: Bragi Einarsson

Gangi þér vel í baráttunni og þetta var rétt ákvörðun hjá þér. Vonandi að næsta ákvörðun verði eins vel ígrunduð.

Bragi Einarsson, 30.1.2007 kl. 08:34

9 identicon

Sæl Margrét.

Ég hef ekki verið stuðningsmaður þinn í stjórnmálum hingað til. Hvað þessa ákvörðun þína varðar verð ég þó að hrósa þér fyrir dug og þor. Þetta var hárrétt ákvörðun hjá þér og þú ert miklu betur sett í öllum öðrum félagsskap en innan Frjálslynda flokksins sem, eins og margir benda á, er ekki svo frjálslyndur lengur.

Gangi þér allt í haginn.

Virðingarfyllst,

María Guðmundsdóttir

María (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 10:25

10 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Ég birti pistil um aðdraganda stöðunnar í dag.  Nú hefjum við sókn á traustum lýðræðislegum og siðferðislegum grunni. 

Svanur Sigurbjörnsson, 30.1.2007 kl. 10:42

11 identicon

Sæl Margrét

 Ég er vissum að þú gerðir rétt. Mikið af fólki sem ég þekki er hætt við að kjósa Frjálslynda flokkinn útaf þessu leiðindar landsfundi og Nýju afli. Vona að þér gangi allt í haginn

Kv. Haraldur 

Halli (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 11:50

12 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

Ég verð að viðurkenna að ég hefði viljað sjá þig þarna áfram, en ég vona að ég eigi eftir að sjá mikið af þér í stjórnmálum í framtíðinni, hvar í flokki sem þú verður.

Jóhanna Fríða Dalkvist, 30.1.2007 kl. 12:02

13 Smámynd: Áslaug Sigurjónsdóttir

Blessuð Margrét.  Þú kemur miklu sterkari út úr þessari erfuðu stöðu en Guðjón og Magnús.  ÉG vil sjá þig í "rétta flokkinum" án þess að útskýra hver hann er.  Svona vona ég að Sverrir muni taka nafnið sem hann á.

Áslaug Sigurjónsdóttir, 30.1.2007 kl. 13:20

14 Smámynd: Rannveig Þorvaldsdóttir

Þetta var hárrétt ákvörðun hjá þér. Til hamingju! Gangi þér og þínum vel...

Rannveig Þorvaldsdóttir, 30.1.2007 kl. 14:44

15 identicon

Margrét þú ert ein af fáum stjórnmálamönnum sem ég hef trú á, langt yfir þessa vitleysu hafin, frábært að þú ætlir áfram í pólitík - gangi þér vel

Ragnheiður Valdimarsdóttir (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 16:25

16 Smámynd: Hlynur Hallsson

Sæl Margrét, þetta var hárrétt ákvörðun hjá þér og ég vona að sem flestir félaga þinna fylgi þér. Hrafn Jökulsson spáir því að þú gangir til liðs við Vinstri græn og ég vona að hann hafi þar rétt fyrir sér: "En greiningardeild bloggsíðu vorrar (GBV) telur skylt að upplýsa að vinstri grænir í Norðurlandskjördæmi vestra vilja bera víurnar í Margréti, en þar er enn óskipað á framboðslista einsog GBV hefur þegar vakið athygli á.
Svandís Svavarsdóttir og Kiddi sleggja eru bæði orðuð við 2. sætið, á eftir Jóni Bjarnasyni, en til eru þeir í VG vestra sem vilja umsvifalaust bjóða Margréti forystusætið.
Og þá færi í hönd sögulegt uppgjör: Margrét mætt á heimavöllinn hans Adda Kidda Gau til að segja takk fyrir síðast.
Það væri nú sérdeilis skemmtilegt."

Ég get bara tekið undir þetta. Bestu kveðjur og gangi þér vel,

Hlynur Hallsson, 30.1.2007 kl. 16:47

17 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Pólitíkin má ekki við að missa af eins góðri stjórnmálakonu og þér.

Endilega finndu þér góðan stað í kvenvinsamlegum flokki og taktu sigurgöngu inn í nýja ríkisstjórn í vor! 

Andrea J. Ólafsdóttir, 30.1.2007 kl. 22:31

18 identicon

Sæl Margrét

hvers vegna hófst þetta allt saman? hvers vegna geturu ekki svarað því?
geturu viðurkennt það að þú ert ennþá gröm útí nýtt afl vegna þess að þú komst ekki inn á þing síðast þar sem þeir tóku nokkur atkvæði frá okkur í frjálslynda flokknum?

eitt annað sem mig langar að nefna er að þú sjálf ættir að skammast þín fyrir að reyna hvítþvo þig, segir að nýtt afl og fleiri sem eru í Frjálslynda flokknum hafi keypt atkvæði með því að borga inn fyrir liðið.

þú sjálf gerðir það einnig og ég veit það mjög vel, Sverrir faðir þinn gerði það einnig, allir gerðu þetta, ekki hægt að benda á einhvern einn aðila, þið eruð öll jafnsek í þessu máli.

Vildi Sverrir ekki fá jón magg inn í flokkinn á sínum tíma en Jón magg neitaði þar sem hann vill ekki vinna með Sverri, hann var fúll þegar Jón magg gekk til liðs við frjálslynda og þú varst gröm og reið einnig vegna þess að nýtt afl kom inn.
einnig fannst mér glatað að konur í kvenréttindafélaginu sem þú ert varaformaður í að hvetja konur til þess að kjósa konur og þegar ég spurði afhverju ætti ég að kjósa þig, þá var mér sagt að því að þú ert kona.....!!!!! ég sagði að ég kýs ekki konu vegna þess að hún er kona, finnst það bara lélégt, þetta feminstapakk er alveg með ólíkindum, þið konurnar eru ekkert skárri sjálfar, konur eru konum vestar.

en núna ertu farin úr flokknum vegna þess að þú kannst ekki að ýta sumum hlutum til hliðar og halda áfram að vinna þitt verk sem þú gast alveg gert. þú ert bara algjör fílupúki alveg eins og hann Gunnar Örlygsson.

ég ætla samt að óska þér velfarnaðar í því sem þú tekur þér fyrir hendur. en þú ættir einnig að íhuga að þetta var engum einum að kenna, heldur ykkur öllum.

Rósmundur Gestsson (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 23:09

19 Smámynd: Hlynur Hallsson

Enginn málefnaágreiningur? Frjálslyndiflokkurinn er að breytast í rasistaflokk. Margrét hefur reynt að vinna gegn því en því miður ekki tekist. Því er eðlilegt að hún yfirgefi skútuna. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 31.1.2007 kl. 12:23

20 identicon

ég fyrirgef þér þína fordóma gegnum kristum í þessu landi :)  Já fordómar hafa ausið yfir okkur af þínum vörum, líkt okkur við hryðjuverkamenn.  Enn ég fyrirgef þér það, þú hélst einfaldlega að þú sagðir eitthvað með viti, lígt og þú gerðir núna með því að segja þig úr frjálslyndaflokkinum.  Núna geta þeir haldið áfram að spila á sínum huldu fordómum í stað þess að einhver hefði haldið áfram að berjast innan frá gegn því þ.a.s. útlendinga hatri, þína fordóma hefði einhver annar þurft að sjá um.

Ég vona að allt gangi þér í hagin, engin á skilið að vera úti í kuldanum og engin á skilið að vera beyttur fordómum.  En við vinnum okkkur það sem við sáum. Ég vona að þú finnir þér stað til frambúðar. 

Kv. og ég vona bara það besta fyrir þig.

Linda (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 15:57

21 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Áfram Magga, styð þig heilshugar. Og tek undir með Andreu og Hlyni, velkomin í okkar raðir ;-)

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 31.1.2007 kl. 16:00

22 identicon

Nýtt afl er landsþekkt fyrir öfgakennd viðhorf og þröngsýni. Nú þegar þeir hafa mjakað sér inn í Frjálslynda flokkinn og komið sér inn undir hjá Guðjóni og Magnúsi get ég vel skilið að Margrét hafi ekki áhuga á að starfa í flokknum lengur, að ég tali nú ekki um hvað þessir kallar eru leiðinlegir og koma heimskulega fyrir.
Hún hefði jú þurft að skuldbinda sig til að vera þingmaður flokksins næstu fjögur árin svo það var annað hvort að hrökkva eða stökkva. Kannski hefur henni þótt vænlegra að berjast gegn öfgunum í Jóni Magnússyni & Co á þingi og í forsvari einhvers annars flokks, hvað veit ég um það.

En það skal enginn reyna að sannfæra Margréti, mig, aðra lesendur þessarar síðu eða nokkurn annan sem fylgist svolítið með stjórnmálum, þekkir mann og annan og hefur eitthvað vit í kollinum, um að það hafi ekki verið neinn ágreiningur í gangi í Frjálslynda flokknum eða að Margrét hafi búið til einhvern leikþátt.
Hafið þið ekkert betra að gera en að reyna í örvæntingu að breiða yfir klúðrið í flokknum ykkar? Maður hefði haldið að fyrst ykkur þykir Margrét svona ómöguleg, þá hefðuð þið loksins vinnufrið til að undirbúa kosningasigurinn mikla í vor. Hah!!!

Ingibjörg (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband